Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Botnsvatn

Botnsvatn tilheyrir Húsavík í S-Þingeyjarsýslu. Það er skammt suðaustan kaupstaðarins. Það er 1,05  km²   og í 130 m hæð yfir sjó. Búðará fellur úr því í gegnum Húsavík til sjávar. Góður vegur liggur til vatnsins og nokkuð meðfram því.

Umhverfi vatnsins er hlýlegt. Suðvestan þess er nokkuð gróin heiði, en á móti eru fjöll niður að vatnsborði. Mikið er af bleikju í vatninu, fremur smárri, en allgóðri. Stangafjöldi er ekki takmarkaður. Netaveiði þyrfti líklega að vera meiri í vatninu til að halda stofninum í jafnvægi. Frítt er að veiða í vatninu.

Vegalengdin frá Reykjavík er 470 km og örstuttur spölur frá Húsavík.

Myndasafn

Í grennd

Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )