Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Botnssúlur

Botnsúlur frá Hvalfirði

Botnssúlur séðar frá Hvalfirði

Botnssúlur eru þyrping tinda útdauðrar megineldstöðvar inn af Botnsdal í Hvalfirði og skamman veg frá   Þingvöllum. Hæsti tindurinn er 1095 m hár og hinn nyrzti er lægstur en samt illkleifastur. Útsýni af Botnssúlum er frábært á góðum degi en gæta verður allrar varúðar við fjallgönguna á mjóum rimum og í sísnævi. Fjallgangan tekur u.þ.b. þrjá tíma.

Milli Botnssúlna og Ármannsfells liggur gömul alfaraleið um Gagnheiði. Þá liggur leið vestan Botnssúlna, Leggjabrjótur fram hjá Sandvatni niður í Brynjudal eða Botnsdal. Þessar gönguleiðir er bezt að hefja við Svartagil í Þingvallasveit, ef haldið er af stað þeim megin. Þessar gömlu leiðir er orðin allfjölfarin á ný, því að gengið er um fagurt land að Hvalvatni niður í Hvalfjörð eða áfram með Veggjum að Eiríksvatni og niður í Skorradal eða jafnvel í Lundareykjadal.

Vinsæl gönguleið liggur um Kjöl (787m), milli Þingvallasveitar og Hvalfjarðar, vestan Botnssúlna. Hefjist gangan í Hvalfirði, er lagt í hann frá Fossá við mynni Brynjudalsvogar.

Myndasafn

Í grennd

Hvalfjörður
Hinn fagri Hvalfjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km   langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúpur. Mesta d…
Þingvellir helgistaður allra Íslendinga
Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930. Upp frá því voru Þingvellir Fundarstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )