Bærinn Botn er í Botnsdal, sem gegnur inn úr Súgandafirði og ofan hans er Botnsheiði, sem var ekin áður en göngin voru grafin til Ísafjarðar og Önundarfjarðar. Dalurinn er vel gróinn, engjar, birki og burkni. Í Hafradal ofan Botns var tekinn surtarbrandur fyrrum og í kringum 1917. Í síðari heimsstyrjöldinni var gripið til þessa eldsneytis á ný og margir Færeyingar unnu við öflun þess.
Göngin, sem eftir standa eru u.þ.b. 100 m löng, full af vatni, sem er notað fyrir heimarafstöð.
Nafngjafi fjarðarins, Hallvarður súgandi, er sagður hafa búið að Botni og liggi heygður í hólnum Súgandi. Mælt er með stuttri göngu að fallegum fossi í mynni Hafradals.