Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Borgarneskirkja

Borgarneskirkja er í Borgarprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Bygging Borgarneskirkju hófst í maí  1953. Halldór H. Jónsson teiknaði kirkjuna og Sigurður Gíslason byggingameistari annaðist smíði hennar. Forystu fyrir bygginganefnd hafði Halldór Sigurðsson sparisjóðsstjóri.

Ásmundur Guðmundsson, biskup Íslands, vígði kirkjuna á uppstigningadag, 7. maí 1959. Kirkjan er steinsteypt og tekur 200 manns í sæti. Meðal athyglisverðra muna í kirkjunni eru: altarisdúkur og klæði eftir Sigrúnu Jónsdóttur, kaleikur og patína gefin af Margréti og Thor Jenssen. Trékross er yfir altari. Skírnarfonturinn er útskorinn af bræðrunum Kristjáni og Hannesi Vigfússonum á Akureyri. Skírnarskálin er úr messing. Í kirkjunni er pípuorgel, 13 radda frá Walker í Þýskalandi. Það kom í kirkjuna 1967. Einnig er flygill í kirkjunni og fer tónleikahald í Borgarnesi þar oft fram.

(Heimild: Byggðir Borgarfjarðar III, 337-338).

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )