Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Blönduvötn

urrid2

Blönduvötn eru í Hraunhreppi í Mýrarsýslu. Stærð þeirra er 0,26 km², dýpst 3 m og eru í 38 m hæð yfir   sjó. Blöndulækur rennur úr þeim í Álftá. Bæjartjörn og Álftatjörn eru norðan og vestan vatnanna. Gönguleiðin að þeim er u.þ.b. 1 km frá Brúarlandi.

Góður fiskur er í vötnunum, feitur urriði, sem veiðist helst snemma vors, 1-2 pund. Einnig er hægt að krækja í sjóbirting og vatnableikju. Fjöldi stanga er án takmarkana. Veitt hefur verið í net síðan 1960 og gefist vel.

Vegalengdin frá Reykjavík er 90 km um Hvalfjarðargöng og 16 frá Borgarnesi.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Álftá á Mýrum
Álftá á Mýrum er lítil og nett bergvatnsá, sem kemur upp í Hraundal og heitir þá Veituá. Rétt ofan  þjóðvegar út á Mýrar og Snæfellsnes fellur lindalæ…
Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Veiði Vesturland er Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalasýsla
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi Álftá á Mýrum Andakílsá…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )