Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bjöllur og Fiðrildi

Bjöllur (coleoptera)
Hérlendis hafa fundizt í kringum 240 tegundir, u.þ.b. 150 úti í náttúrunni, 30 innanhúss og 60 eru   flækingar að utan. *Jötunuxar (staphylinitae) og **smiðir (carabidae).
*Jötunuxar. Hérlendis hafa fundizt u.þ.b. 70 tegundir. Alls eru tegundirnar u.þ.b. 20.000 í heiminum.
**Smiðir. Hérlendis hafa fundizt u.þ.b. 30 tegundir. Alls eru þær í kringum 20.000 í heiminum.

Fiðrildi (lepitoptera)
Hérlendis hafa fundizt í kringum 100 tegundir, rúmlega 60 innlendar (7 innanhússteg.) og restin er flækingar. Allar innlendu tegundirnar eru náttfiðrildi (moths), þannig að hér þrífast ekki dagfiðrildi (butterflies; u.þ.b. 400 teg. Í V-Evrópu). Náttfiðrildi eru lítt litskrúðug.

Skortítur (hemiptera)
Hérlendis hafa fundizt u.þ.b. 80 tegundir, þ.á.m. blaðlýs, skjaldlýs o.fl.

Stökkmor (collembola)
Hérlendis hafa fundizt u.þ.b. 80 tegundir. Þetta eru jarðvegsskordýr, sem eru mikilvæg fyrir rotnun jurta- og dýraleifa.

Myndasafn

Í grennd

Skordýr á Íslandi
Skordýrafána landsins er fremur fábrotin, sé miðað við suðlægari lönd. Hérlendis hafa u.þ.b. 1300 tegundir verið greindar, þar af tæplega 1100 landlæg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )