Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Berufjarðarvatn

Berfjarðarvatn

Berufjarðarvatn við Berufjörð

Berufjarðarvatn er við Berufjörð í Reykhólahreppi,
Austur-Barðastrandasýslu.

Upplýsingar um vatnið:
Berufjarðarvatn er frekar lítið eða 0,15 km2 að flatarmáli, fremur aðgrunnt vestan megin en meira dýpi  berufjarðarvatn er að austan. Vatnið er 49 m yfir sjávarmáli og er mesta dýpi rúmlega 2 m. Vatnið er um 600 m að lengd og um 300 m þar sem það er breiðast. Hægt er að aka að vatninu norðaustan megin, beint niður frá Hótel Bjarkalundi.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk og næsta bæjarfélagi.
Frá Reykjavík eru um 215 km að vatninu ef farið er um Hvalfjarðargöngin og tæpir 150 km frá Borgarnesi og Stykkishólmi. Vatnið liggur við Vestfjarðaveg og er í alfaraleið fyrir þá sem ætla að heimsækja suðurfirði Vestfjarða.

Veiðisvæðið:
Veiði er heimil í öllu vatninu. Algengustu veiðistaðirnir eru á austurbakkanum þeim sem liggur næst veginum. Frá vesturbakkanum er frekar aðgrunnt en þó er veiðivon alls staðar í vatninu.

Gisting:
Hótel Bjarkalundur er í um 400 m fjarlægð frá vatninu, en þar eru einnig tjaldstæði með rafmagni og sturtuaðstöðu. Símar 562-1900, info@hotelbjarkalundur.is.

Veiði:
Mest er af urriða í vatninu en einnig er talsvert af bleikju. Mest veiðist af 1-3 punda fiski en stærsti fiskurinn sem menn vita um að veiðst hafi á stöng vigtaði 10 pund.

Daglegur veiðitími:
Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 23.

Tímabil:
Veiðitímabilið hefst 15. maí og því lýkur 15. september.

Agn:
Allt löglegt agn er leyfilegt: Fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn:
Fiskur veiðist allt sumarið en fyrri hluti sumars er þó heldur meiri veiðivon. Veiði er í vatninu allan daginn, en morgunn og kvöld eru alltaf líklegustu tímarnir.

Reglur:
Korthafar þurfa að skrá sig hjá veiðiverði á Hótel Bjarkalundi, þar sem kortanúmer og kennitala eru skráð niður. Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig neinar leifar eða ummerki. Stranglega er bannað að aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa..

Veiðivörður/tengiliður á staðnum:
Allar upplýsingar eru veittar í afgreiðslu á Hótel Bjarkalundi.

Myndasafn

Í grennd

Bjarkalundur
Barðstrendingafélagið í Reykjavík lét reisa gisti- og veitingahús í Bjarkalundi á árunum 1945-47.  Skammt þaðan, norðuraf, eru Vaðalfjöll (1½ klst. g…
Reykhólar
Sögufrægt höfuðból og eitt sinn talin bezta jörð landsins með miklum hlunnindum en um 300 eyjar tilheyrðu jörðinni. Þar hefur nú myndazt þéttbýli og e…
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum …
Veiði Vesturland er Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalasýsla
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi Álftá á Mýrum Andakílsá…
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )