Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Barnafoss

Svartifoss

Barnafoss er í Skjálfandafljóti á móts við bæinn Barnafell í Ljósavatnshreppi. Þarna fellur fljótið í þröngu og allt að 100 m djúpu gljúfri, sem djarfhugar hafa stokkið yfir, ef trúa má sögum og sögnum. Klakabogi myndast yfir fossinn í miklum frostum og stundum var fé rekið yfir hann á veturna til beitar í Þingey.

Oft var strengdur kaðall yfir ána við fossbrúnina til að flýta fyrir brúargerðinni. Mæðgin tvö runnu á svelli heiman frá bæ niður að fossi árið 1925 og gátu enga björg sér veitt. Fjórtán ára sonur konunnar sá atburðinn og batt saman alla spotta, sem hann fann heima á bæ og fetaði sig síðan niður til móður sinnar og bróður og bjargaði þeim.
Tveimur árum síðar fékk hann viðurkenningu úr sjóði Andrew Carnegies. Þessi drengur hét Sigurður Benediktsson (1911-1970), sem varð kunnur fyrir blaðamennsku, útvarpsþætti og listmunauppboð. Nafngiftir bæjar og foss eru sögð dregin af því, að börn hafi eitt sinn verið að leik í tunnu á hlaðinu og að tunnan hafi oltið með þau í gljúfrið, þar sem þau fórust. Bærinn er í eyði.

Myndasafn

Í grennd

Skjálfandafljót
Það er drjúgmikið af laxi í Fljótinu, en oft er það mjög litað af jökulleir og fer veiðiskapur nokkuð eftir     því. Áin hefur á góðu sumri gefið um …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )