Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bæjarvötn

Veiði á Íslandi

Bæjarvötn eru í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Þau eru 0,6 km², mjög djúp og í 102 m hæð yfir sjó. er lítið sjáanlegt, en Göngustaðaá rennur frá þeim um Leirtjörn til sjávar í Árvík.

Vegur liggur ekki að vötnunum, en áður lá alfaraleið fram hjá þeim norður á Kaldrananes. Umhverfi þeirra er vel gróið og fagurt. Fiskurinn er stór urriði, 2-5 pund. Miklu fleiri vötn eru á nesinu, s.s. Hamarsvötn, sem góður fiskur er í, en gönguleið er nokkur til þeirra allra.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 310 km og 40 km frá Hólmavík.

 

Myndasafn

Í grend

Veiði Strandir
Stangveiði á Ströndum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Strandir Krossá – Hrófá ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )