Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ásólfsskáli

Ásólfskirkja
Mynd: Ásólfsskálakirkja

Ásólfsskáli er bær og kirkjustaður undir Vestur-Eyjafjöllum. Landnámabók segir frá írskum, kristnum manni, Ásólfi alskik að nafni. Hann kom og reisti sér skála á staðnum. Fiskgengd var mikil í læknum, sem rann við skálann.

Landnámsmaðurinn Þorgeir hinn hörski Bárðarson rak Ásólf á brott og sagði hann sitja að veiðistöð sinni. Þá byggði Ásólfur annan skála nokkuð vestar, þar sem er Mið-Ásólfsskáli. Þá varð Miðskálaá full af fiski og Ásólfur var enn gerður brottrækur. Hann byggði enn skála, þar sem heitir Yztiskáli, og þá kom fiskgengd í Írá. Þetta kostaði hann algeran brottrekstur úr héraði og hann gerðist helgimaður á Ytra-Hólmi á Akranesi.

Írárfoss í Írá er mjög fallegur og blasir við frá þjóðveginum. Ofar í ánni er annar fallegur foss, Hestafoss.

Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Hvolsvöllur, Ferðast og fræðast
Hvolsvöllur á Suðurlandi Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komn…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …
Skógar, Ferðast og Fræðast
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga starfsemi 1949. Þar er sundhöll og s…
Undir Eyjafjöllum
Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. Þessi fjallgarður vestur úr fjallendi…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )