Arnarvatn er í Eiðahreppi. Það er 0,14 km² og í 36 m hæð yfir sjó. Grafarvatn er í sama hreppi, 0,42 km², í 32 m hæð yfir sjó. Flest er líkt með þessum vötnum.
Þau tengjast með lækjarsitru og ekki er akfært til veiðistaða. Frá bænum Gröf er 3-400 m gangur að Grafarvatni. Talsvert er af vænum fiski í vötnunum, bæði bleikja og urriði, 3-4 punda fiskar. Silungurinn í vötnunum er talinn mjög góður.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 715 km og 17 km frá Egilsstöðum.