Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ábæjarkirkja Skagafirði

austurdalur

Ábæjarkirkja er í Mælifellsprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Ábær, á eystri bakka Austari-Jökulsár,  verið í eyði síðan 1941. Steinsteypt kirkja, sem var vígð 1922, stendur þar enn þá. Sókninni var fyrrum þjónað frá Goðdölum en árið 1907 var hún lögð til Miklabæjar.

Önundur víss, landnámsmaður í Austurdal er talinn hafa sett saman bú að Ábæ. Meðal þekktra drauga í þjóðsögum er Ábæjar-Skotta. Hún var mörgum erfiður ljár í þúfu, einkum fólki í innanverðum Skagafirði. Hún drap fé, hræddi fólk og er jafnvel sögð hafa orðið því að bana. Hún var í slagtogi með Þorgeirsbola og settist stundum á húð hans og lét hann draga sig, þegar hún var þreytt.

Myndasafn

Í grennd

Austurdalur í Skagafirði
Austurdalur í Skagafirði er næstum 50 km langur. Hann nær frá ármótum Austari- og Vestari Jökulsáa,  sem Héraðsvötn myndast. Austurdalur er þröngur og…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )