Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Aravatn

aravatn

Aravatn er í Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 1,9 km², fremur grunnt og í 130 m hæð yfir sjó. Úr því fellur Nesá í gegnum mörg önnur vötn til norðurs til sjávar við utanverðan Skagafjörð.

Nánast ekkert vegasamband er að Aravatni. Það er sjö km frá þjóðvegi og líklega má skrönglast langleiðis á jeppa. Góður silungur er í vatninu, bæði urriði og bleikja. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 371 km um Sauðárkrók og 47 km frá Sauðárkróki.

Myndasafn

Í grennd

Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Vötn á Skaga
Víða um land eru staðir og svæði utan alfaraleiðar, sem fáir hafa heimsótt - ekki nennt að leggja lykkju á sína. Þeir, sem ætla að kynnast landinu sí…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )