Apavatn er 14 km² stöðuvatn í Laugardal í Árnessýslu.
Þetta vatn er þekkt úr Sturlungu, þegar Sturla sveik Gissur Þorvaldsson, þegar þeir hittust þar, tók hann höndum og lét hann lofa sér að fara úr landi. Gissur lofaði því, en fór og safnaði liði og drap Sturlu og föður hans að Örlygsstöðum í Skagafirði.
Gríðarlegt magn af silungi er í vatninu, mest bleikja sem er beggja vegna pundsins, ekki stór en í góðu ástandi. Vatnið er ekki sérlega gjöfult veiðivatn, utan að vel veiðist við ósa margra áa og lækja sem renna í vatnið. Veiðist og vel í þeim ám, en það er önnur saga.
Minna er af urriða, en þeir eru mun vænni, allt að 10 pund og kýla sig út af hornsílum sem ógrynni er af í vatninu.
Vegalengdin frá Reykjavík um Gjábakkaveg er 81 km