Álftavötn eru við haglendi á milli Bláfjalls og Eldgjár. Stærsta vatnið er Álftavatn. Þau eru í fremur gróðurlitlu umhverfi en fjallasýn er fögur. Svæðið virðist vera gamall vatnsbotn, sem eldgjárhraun hefur runnið um. Syðri-Ófæra rennur um lægðina. Hún er tengd Landmannaleið um jeppaslóð, sem liggur yfir Svartahnúksfjöll niður á Fjallabaksleið syðri (Miðveg).
Ferðafélagið Útivist gerði upp leitarmannaskálann við Álftavötn og býður þar gistingu.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: