Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Álftavatnskrókur

Eldgjá

Álftavatnskrókur er daverpi með nokkrum tjörnum milli Svartahnúksfjalla og Eldgjár í vestri og Bláfjalls í austri.

Leiðin um hann liggur á milli Hólmsár og Brytalækja í suðri og Landmannaleiðar litlu austan Eldgjár í norðri. Þessi leið er ekki fær nema vel búnum jeppum og stórum bílum, þótt nokkrar vegabætur hafi verið gerðar. Um þessar slóðir liggur hluti vinsællar göngu- og reiðleiðar og þarna er gamall leitarmannakofi við Álftavötn. Nýr og góður skáli til gistingar er þar einnig.

ÁlftavatnskrókurFerðamenn eru beðnir um að virða bann við akstri og reið utan vega og slóða!

Myndasafn

Í grennd

Álftavötn skáli Útivistar
Húsið í Álftavötnum var endurreist af sjálfboðaliðum Útivistar árið 2001. Gangnamenn hættu að nota það eftir að húsin í Hólaskjóli voru byggð. Góður j…
Álftavötn, Útivist
Álftavötn eru við haglendi á milli Bláfjalls og Eldgjár. Stærsta vatnið er Álftavatn. Þau eru í fremur gróðurlitlu umhverfi en fjallasýn er fögur. Svæ…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )