Álftafjörður er austasti fjörðurinn á Snæfellsnesi norðanverðu með Eyrar- eða Narfeyrarfjall (382m) að austanverðu og Úlfarsfell að vestan.
Geirríður, móðir Þórólfs bægifóts, bjó í dalskvompu í Eyrarfjalli vestanverðu, Borgardal. Hún byggði þar skála „um þjóðbraut þvera” og veitti öllum, sem áttu leið um, frían beina, mat og drykk, eins og segir í Eyrbyggja sögu.
Minjar um byggð í Borgardal eru fáar og smáar og hann úrleiðis, þannig að gizkað er á, að hún hafi byggt skálann sunnan Fremra-Borgargils upp af Lynghaga.
Það er líka Alftafjördur á Austurlandi og Vestfjörðum
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: