Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Álftafjörður Snæfellsnes

Álftafjörður er austasti fjörðurinn á Snæfellsnesi norðanverðu með Eyrar- eða Narfeyrarfjall (382m) að austanverðu og Úlfarsfell að vestan.

Geirríður, móðir Þórólfs bægifóts, bjó í dalskvompu í Eyrarfjalli vestanverðu, Borgardal. Hún byggði þar skála „um þjóðbraut þvera” og veitti öllum, sem áttu leið um, frían beina, mat og drykk, eins og segir í Eyrbyggja sögu.

Minjar um byggð í Borgardal eru fáar og smáar og hann úrleiðis, þannig að gizkað er á, að hún hafi byggt skálann sunnan Fremra-Borgargils upp af Lynghaga.

Það er líka Alftafjördur á Austurlandi  og Vestfjörðum

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …
Stykkishólmur
Stykkishólmur er oft kallaður höfuðstaður Snæfellsness. Bærinn stendur á innanverðu Snæfellsnesi, yzt á Þórsnesi. Byggðin stendur á klettaborgum með f…
Vesturland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðar…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )