Álavatn í Eyrarsveit er lítið vatn, sem er aðskilið frá sjó með malarkambi. Lítið eitt af bleikju og urriða er í því en mest er um eldisfisk, sem sleppt er í vatnið.
Veiðileyfi gilda í öllu vatninu og 8 stengur eru leyfðar á dag. Mestar líkur eru til þess að veiða eldisfisk, en bleikja vegur 1-2 pund og urriðinn 1-4 pund. Þá gengur sjóbirtingur í vatnið. Hann getur vegið 2-3 pund.
Vegalengd frá Reykjavík er um 185 km.