Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ægissíða

Ægissíða er bær við Ytri-Rangá gegnt Hellu í Djúpárhreppi. Í túninu voru 12 misstórir hellar í   móbergslandslaginu, gerðir af manna höndum. Nú eru þeir ellefu talsins. Líklegast þykir að þessir hellar og aðrir svipaðir á þessu svæði séu verk bænda, sem hafi notað þá sem gripahús, hlöður og grænmetisgeymslur.

Ristur í veggjum og loftum sumra þeirra hafa valdið nokkrum vangaveltum og sumir álíta þá verk papa, sem Landnáma segir að hafi verið hér á landi, þegar norrænir menn hófu búsetu. Ægissíða var vinsæll áningar- og gististaður áður en bílaöld gekk í garð, því að þar var vað á ánni.

Merking bæjarnafnsins hefur lengi verið umdeild. Bærinn er of fjarri sjó (18 km) til að rekja megi nafngiftina til sjávarguðsins. Skýringa er leitað til Þjóðsagna Jóns Árnasonar, þar sem segir, að bærinn hafi eitt sinn verið seldur fyrir eina ærsíðu og hlotið af nafn, sem síðar bjagaðist. Þá er rætt um áningarstað við eitt af vöðum Rangár og nafnið sé dregið af sögninni að æja. Einnig er talið að léttabátar skipa hafi getað siglt upp að Ægisíðufossi frá sjó (Hrafnatóftum).

Mörg íslenzk örnefni eru af keltneskum uppruna og leiddar eru líkur að því, að írskir undirheimaguðir hafi búið í hellum, sem nefndust „síd” og voru nefndir „aes”.

Myndasafn

Í grennd

Hella, Ferðast og Fræðast
Hella á Njáluslóð Hella á Rangárvöllum er kauptún á bökkum Ytri-Rangár. Þorpið byggðist upp á þjónustu við landbúnaðinn og þar er nú verzlun, iðnaður…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )