Mestur hluti Vestfjarða og Stranda er háslétta með fjörðum og dölum sem myndast hafa þegar ísaldarjökull gróf sig niður. Víða í fjallshlíðum og þá sérstaklega þeim sem snúa gegnd norðri eru hvilftir (skála eða botnar). Botn þessara hvilfta er í allt að 500 m hæð innst í fjörðum en er víða um 100 m fremst á útnesjum. Elstu jarðlög á Íslandi er að finna neðst í fjöllum á annesjum á Vestfjörðum. Elstu jarðlögin eru neðst í fjallshlíðunum Öskubak og Gelti en þær eru sitt hvorum megin við Keflavík hjá Galtavita milli Súgandafjarðar og Skálavíkur.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: