Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Melrakkaey

Melrakkaey er í mynni Grundarfjarðar, sem danskir kölluðu „Eyju prestsins” á Setbergi. Hún bjó yfir mestu hlunnindum prestssetursins, æðarvarp, kofnatekju og grasnytjar.

Hún var líklega séreign Setbergskirkju frá miðri 14. öld og sagnir herma að hún hafi verið eign Krossness fyrrum, þaðan sem skemmst er til hennar frá landi. Kerling, sem bjó þar, missti tvo syni sína í sjóinn og hét á Setbergskirkju að gefa henni eyjuna, ef þeir fyndust. Hún er stuðlabergshömrótt á þrjá vegu en lækkar til sjávarmáls til vesturs. Þar var og er lending og þaðan var útræði eins og rústir af hjöllum gefa til kynna.

Eyjan er mjög grasgefin og löngum var stundaður heyskapur þar. Hann var metinn á 13-14 dagsláttur. Séra Helgi Sigurðsson lét reisa þar hús, sem verkafólk hans lá við í. Mörg örnefni í eyjunni minna á nytjarnar og viðburði, s.s. Heyhlein, Eggjapollur, Bolagjá, Draugagjá, Steinbogi og Brimbrekka. Tveir háir og lausir klettar eru kallaðir Stangir. Fuglalífið er sérdeilis fjölskrúðugt og því var hún friðlýst 1971. Hvítmávur verpir þar á jafnsléttu en það er fátítt. Skarfavarp er stórt og meira af toppskarfi en dílaskarfi. Toppskarfur gerir sér hreiður á klettabrúnum en dílaskarfurinn innar á eyjunni.

Myndasafn

Í grennd

Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Grundarfjörður
Grundarfjörður er sérlega fagur fjörður, umluktur fjöllum á þrjá vegu, sem eiga vart sinn líkan að fjölbreytni, og er þar Kirkjufell mest áberandi. Sa…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )