Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Golfklúbbur Patreksfjarðar

Vesturbotnsvöllur
Sími: 456-
9 holur, par 36.

Golfklúbbur Patreksfjarðar var stofnaður í desember 1992. Klúbbnum var valinn staður 10 km frá þorpinu í landi Vesturbotns. Framkvæmdir við völlinn hófust sumarið 1993. Árið 2004 voru miklar framkvæmdir við völlinn og var m.a. sett upp rafmagnsgirðing til að halda búfé frá vallarsvæðinu. Völlurinn er sérstakur að því leyti að allar brautir liggja annaðhvort að eða frá skálanum og þaðan sjást allar brautir. Töluvert landslag er á vellinum og hann kemur þeim í koll, sem vanda sig ekki. (heimild: vefsetur GKP).

Myndasafn

Í grennd

Patreksfjörður
Patreksfjörður er syðstur Vestfjarða og kauptúnið er utarlega við norðanverðan fjörðinn. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi og fiskvinnslu sem og …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )