Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Haukadalsvöllur

Geysir í Haukadal
Biskupstungum
801 Selfoss
Sími: 486-8733/898-9141/893-8733
Fax: 486-8733
info@geysirgolf.is
9 holur, par 35

Haukadalsvöllur

Haukadalsvöllur við Geysi er eins og þeir sem hafa spilað hann vita glæsilegur völlur í einstakri   náttúrufegurð. Tvær ár setja svip sinn á völlinn, birkið og mosinn umlykja brautir á alla vegu. Einstakt útsýni er yfir hverasvæðið þar sem hverinn Strokkur gýs reglulega með tilheyrandi gufustrók og við og við skvettir gamli Geysir úr sér.
Völlurinn er krefjandi og skemmtilegur. Tilvalið er fyrir fyritæki og hópa að halda mót á vellinum. Að móti loknu er unnt að slappa af í þægilegu klúbbhúsi þar sem unnt er að fá allar veitingar.
Gistiheimilið Geysir sér um bókanir fyrir Haukadalsvöll en þar er hægt að leigja golfsett ef það er ekki með í farteskinu. Á gistiheimilunu er gisting fyrir allt að 22 sem er áfast er klúbbhúsinu. Flatskjáir og leðursófar auka á golfstemninguna milli hringja eða eftir. Ekki spillir glæsilegt útsýni yfir hverasvæðið.

Myndasafn

Í grennd

Geysir
Þessi frægasti og fyrrum stærsti goshver heims er talinn hafa myndazt við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar. Oddaverjaannáll segir um árið 1274,…
Golf
Golfklúbbar og golfvellir Uppruni golfíþróttarinnar er að mestu hulinn móðu tímans. Rómverjar léku einhvern svipaðan le…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )