Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gufuárvatn

Gufuárvatn er í Borgarhreppi í Mýrarsýslu. Það er 0,25 km² og í 202 m hæð yfir sjó. Gufuá fellur úr því  til Hvítár. Sæmilegur jeppavegur liggur að því. Mikil veiði er í vatninu og fiskurinn er allvænn, bæði urriði og bleikja. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður. Besta agn er spónn og maðkur. Mest er veitt í net.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 146 km og 30 km frá Borgarnesi.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Bifröst
Bifröst í Borgarfirði ásamt Hreðavatnsskála eru tilvaldir staðir fyrir ferðamenn að staldra við á leið sinni um Borgarfjörð. Umhverfið er mjög ólíkt l…
Veiði Vesturland er Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalasýsla
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi Álftá á Mýrum Andakílsá…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )