Er í Miðdölum í Dalasýslu, skammt vestan Búðadals. Er áin á vinstri hönd er ekið er til norðurs Bröttubrekku. Miðá er dágott vatnsfall er neðar dregur, en hún safnast úr mörgum lækjum og smáám, sem koma úr ótal hliðardölum og giljum. Miðá er með þekktari sjóbleikjuám landsins og fyrir nokkrum árum var þar prýðisgóð laxveiði.
Áin var þá seld sem laxveiðiá með sjóbleikju í bónus. Nú er það öfugt. Veitt er með þremur stöngum í Miðá og síðustu sumur hafa veiðst 40 til 60 laxar og 400 til 600 bleikjur.
Glæsilegt veiðihús með öllum helsta búnaði. Menn hugsa þó um sig sjálfir.