Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laxá í Laxárdal

Laxá Kraká

Veiðisvæði Laxár ofan brúar, er í Reykdæla og Aðaldælahreppum í Laxárdal, S.-Þingeyjarsýslu. Það er tæpast hægt að finna betri og áhugaverðari silungsveiðiá en Laxá. Veiðimennirnir verða að vísu að vera vel varðir gagnvart mýinu eins og við svo margar aðrar ár og vötn.

Áin er ekki bara þekkt fyrir laxinn og urriðann fyrir neðan virkjun, heldur einnig fyrir stóra urriðann í Laxárdal og á efsta svæðinu, alveg upp að Mývatni. Þetta veiðisvæði er einstakt fyrir náttúrufegurð og auðvitað veiðina líka. Fuglalífið á ánni er kafli út af fyrir sig og fer ekki fram hjá neinum.

Vegalengdin að veiðisvæðinu í Laxárdal er um 470 km frá Reykjavík.

Myndasafn

Í grennd

Aðaldalur
Aðaldalur nær yfir mestan hluta láglendisins suður af Skjálfandaflóa alla leið vestur að Skjálfandafljóti   og heiðarinnar norður af Fljótsheiði, þar …
Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )