Framsóknarflokkurinn var stofnaður 16. desember 1916 við samruna Bændaflokksins og Óháðra bænda og er elsti starfandi stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Fyrir seinni heimsstyjöldina var Ísland töluvert dreifbýlla en það er í dag og Framsóknarflokkurinn sótti kjörfylgi sitt framan af til landsbyggðar og ungmennafélagshreyfingarinnar. En uppúr miðri öld breyttist þetta töluvert og sótti hann þá fylgi sitt jafnar til allra stétta, þó kjörfylgið hafi haldist á landsbyggðinni.