Hafnaberg er tiltölulega lítið fuglabjarg sunnan Hafna. Það er engu að síður mjög athyglisvert vegna iðandi fuglalífs og stundum sjást selir og hvalir fyrir landi. Frá veginum milli Hafna og Reykjanesvita er skammur gönguspölum fram á yztu brún. Áhugaverð gönguleið liggur milli Hafna og Hafnabergs.
Rétt sunnan bjargsins er Sandvík, sem er hentug til útiveru og jafnvel sjóbaða á sumrin.