Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Leirvogsvatn

Veiði á Íslandi

Leirvogsvatn er í Mosfellshreppi við Þingvallaveginn. Það er 1,2 km², dýpst 16 m og í 211 m hæð yfir sjó. Bugða rennur til þess að norðan og úr því rennur Leirvogsá til sjávar og er hún ágæt laxveiðiá.

Í vatninu er hins vegar bæði urriði og bleikja, mikill fiskur, en ekki stór. Fyrrum stóð bærinn Svanastaðir við vatnið, sem margir nefndu síðan Svanavatn. Þingvallavegur (36) liggur meðfram vatninu. Nykur hafði fyrrum aðsetur í vatninu, en hann hefur ekki sést í seinni tíð.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 30 km.

Myndasafn

Í grennd

Mosfellsbær
Ferðavísir: Borgarnes 71 km, Þingvellir 42 km, <Mosfellsbær> Selfoss 57 km, Keflavík 55 km, Grindavík 57 km. Nesvallaleið um Hólmsheiði að Nes…
Veiði Höfuðborgarsvæði
Stangveiði á Höfuðborgarsvæðinu. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Höfuðborgarsvæðinu …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )