Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Flugumýri, Blönduhlíð

Flugumýri í Skagafirði

Flugumýri er bær og kirkjustaður í Blönduhlíð. Kirkjan, sem þar stendur, var vígð árið 1930.

Meðal merkra manna, sem bjuggu á staðnum var Þórir dúfunef, sem nam land á milli   Glóðafeykis og Djúpár, og bærinn var kenndur við forláta meri hans Flugu, sem var allra hesta skjótust. Þar bjó líka um tíma Gissur Þorvaldsson, þegar Flugumýrarbrenna varð u.þ.b. 25 manns að bana.

Sturlunga lýsir þessum atburðum, þegar óvinaher kom að bænum árið 1253 til að standa yfir höfuðsvörðum Gissurar. Frægt er, hvernig Gissur komst lífs af með því að fela sig í sýrukeri. Bæjarbrennan kom í kjölfar brúðkaups Halls, sonar Gissurar, og Ingibjargar, dóttur Sturlu Þórðarsonar sagnaritara. Kona Gissurar og þrír synir fórust auk annarra, en mörgum var gefinn kostur á útgöngu.

Snemma á nítjándu öld var læknissetur á Flugumýri og prestafundir Hólastiftis voru haldnir þar um skeið. Á árunum 1880-82 var kvennaskóli þar. Virkishóll er við rætur Glóðarfeykis. Þar kann að hafa verið virki og minjarnar eru friðlýstar.

Flugumýri er nú mikið hrossaræktarbú og bændagisting með margs konar afþreyingu í boði. Myndin á þessari síðu er af vefsetri Flugumýrar (2007).

 

Myndasafn

Í grennd

Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )