Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Glerárdalur/Gönguleiðir

Mynd: Súlur

Glerárdalur

Súlur (1144m og 1167m) eru suðvestan Akureyrar. Þær gnæfa upp úr breiðum breiðum blágrýtisstalli   (500 m.y.s.). Riminn sunnan Súlna að Kerlingu, milli Glerárdals og Eyjafjarðardals, er þunnur. Þar eru, m.a. tinda, Litli- og Stóri-Krummi, Bóndi og Þríklakkar (1371m). Ár og lækir falla um geilar í fjallinu austanverðu. Norðan undir Kerlingu er Kvarnárdalur með jökulfönnum. Súlur eru vinsæll útivistarstaður og þær eru auðveldar uppgöngu.

Á Glerárdal og umhverfis hann eru margar göngluleiðir. Þarna eru margir hæstu tindar Tröllaskaga og smájöklar. Göngutími er ævinlega afstæður vegna þess, hve mishratt fólk fer yfir. Ágæt þumalputtaregla er að reikna með 4 km á klst. á jafnsléttu og bæta við 1 klst. fyrir hverja 450 m, sem haldið er upp á við. Veðrabrigði geta verið snögg í fjalllendi og á þessu svæði geta skollið á stórhríðar eða rigning með mikilli veðurhæð hvenær sem er ársins. Leiðirnar eru flokkaðar eftir því, hve erfiðar þær eru: *Auðveld. **Nokkuð krefjandi. ***Mjög krefjandi.

Leið 1. Súlur frá öskuhaugunum. **
Vegalengd u.þ.b. 5 km. Lóðrétthækkun u.þ.b. 880 m.
Leiðin er stikuð og greiðfær en talsvert brött efst. Útsýni er mikið frá Ytri-Súlu til norðurs og austurs í góðu veðri. Þegar færi er gott, er upplagt að ganga á Syðri-Súlu, þar sem útsýnið opnast til suðurs.

Leið 2. Frá öskuhaugum inn Glerárdal til Lamba. *
Vegalengd u.þ.b. 11 km. Lóðrétt hækkun u.þ.b. 470 m.
Leiðin er stikuð inn á gilbarm Glerár, þar sem hún sveigur upp hlíðina eftir fjárgötum að mestu að brú á Fremri-Lambá. Þaðan liggur hún skáhallt yfir Grenishóla að Lamba.

Leið 3. Frá Lamba upp á Kerlingu. ***
Vegalengd u.þ.b. 4 km upp á tind og 6 km niður á Finnastaði. Lóðrétt hækkun u.þ.b. 800 m.
Þessi leið er ómerkt og brött og getur verið erfið. Ísöxi og mannbroddar æskilegir. Farið er upp hrygg í VSV stefnu á Glerárdalshnjúk. Í björtu veðri er mjög víðsýnt af fjallinu, enda er Kerling hæsta fjallið á Norðurlandi. Leiðin austur af háfjallinu er mjög brött og erfið og þaðan er haldið niður að Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit.

Leið 4. Frá Lamba niður Finnastaðadal. **
Vegalengd u.þ.b. 11 km. Lóðrétt hækkun u.þ.b. 270 m.
Leiðin frá Lamba upp í skarðið austan Glerárdalshnjúks er ómerkt. Þaðan er haldið niður Finnastaðadal að norðan.

Leið 5. Frá Lamba um Nyrðri-Krók og niður Sjóldal. **
Vegalengd u.þ.b. 18 km. Lóðrétt hækkun u.þ.b. 400 m.
Leiðin frá Lamba er ómerkt inn í botn Glerárdals og upp í skarðið vestan Stórastalls, þaðan sem haldið er niður Nyrðri-Krók að vestan og skjóldal sunnan ár að Miklagarði í Eyjafjarðarsveit.

Leið 6. Frá Lamba niður Bægisárdal. **
Vegalengd u.þ.b. 15 km. Lóðrétt hækkun 620 m.
Leiðin er ómerkt. Fyrst er gengið niður að Glerá innan við Lamba, þae sem áin er oftast væð. Þaðan er haldið upp hlíðina vestan Glerár upp á Hrútaskeið og vestur í skarðið milli Steinsfells og Tröllatinds. Þaðan er farið niður Bægisárjökul og út Bægisárdal að vestan að Syðri-Bægisá.

Leið 6a. Frá Lamba á Tröllafjall. ***
Vegalengd u.þ.b. 7 km. Lóðrétt hækkun 850 m.
Leiðin er ómerkt og fylgir leið 6 upp skarðið milli Steinsfells og Tröllatinds. Þaðan er haldið til norðausturs yfir Tröllatind, upp á Tröllahyrnu, þar sem er bratt en torfærulítið. Þaðan liggur greið leið norður á hátind Tröllafjalls, sem er annað hæsta fjall Norðurlands. Þaðan er geyisvíðsýnt í góðu veðri.

Leið 7. Frá Lamba norður Glerárdal að vestan. *
Vegalengd u.þ.b. 12 km. Leiðin að mestu niður í móti.
Leiðin að nokkru stikuð. Haldið niður að Glerá innan við Lamba, þar sem áin er oftast væð og þaðan út eftir vesturbakkanum að göngubrú á Fremri-Lambá uppi í gili hennar. Áfram er haldið á vesturbakka Glerár að Heimari-Lambá. Norðar er farið eftir fjárgötum ofan við gilbarm Glerárdals. Þá er farið austur yfir gil Glerár um göngubrú á ánni milli Fremri- og Heimari-Hlífár og upp á öskuhaugana.

Leið 7a. Frá Lamba upp að Tröllunum og Vatninu (Tröllaspegli). **
Vegalengd frá Lamba að brú á Fremri-Lambá u.þ.b. 7 km. Lóðrétt hækkun u.þ.b. 450 m.
Leið 7 er fylgt vestur fyrir Glerá suðvestan Lamba. Þá er haldið upp sunnan og vestan við Hausinn upp að Tröllunum, sem eru sérkennilegir gerggangar (tröllahlöð) austan í Tröllafjalli. Þaðan er gengið norðaustur og niður að Vatninu og svo áfram niður að brúnni á Fremri-Lambá. Útsýni er fallegt af þessari leið í góðu veðri.

Leið 8. Frá Skíðastöðum á Strýtu. ***
Vegalengd u.þ.b. 6 km. Lóðrétt hækkun u.þ.b. 950 m.
Leiðin er ómerkt. Hún er víða mjög brött, þannig að ísöxi og mannbroddar eru æskilegir nema um hásumar. Haldið er frá Skíðastöðum upp með skíðalyftunum og síðan í norður frá efstu lyftunni að Mannshrygg. Hægt er að fara upp bratta fönn sunnan í hryggnum eða klifra upp hrygginn að austan upp á Hlíðarfjall. Þaðan er gengið til suðvesturs vestan á Hlíðarfjalli niður á Vindheimajökul norðaustan Strýtu og svo upp norðausturhrygg Strýtu á hátindinn. Þaðan er geysivíðsýnt í góðu veðri.

Fyrir þá sem ganga Glerárlgönguleiðina er upplagt að prófa——

Myndasafn

Í grennd

Akureyri, ferðast og fræðast
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )