AUSTURDALUR
Hildarsel – skáli FFS Hildarsel er í um 340 m.y.s., austan Jökulsár í Austurdal í Skagafirði, 8 km þægilega gönguleið fyrir framan kirkjustaðinn og eyðibýlið Ábæ.
Ábæjará og Tinná eru með göngubrúm en annars aðeins smálækir á leiðinni.
Fært á fjallareiðhjóli og skemmtileg reiðleið.
Frá Hildarseli eru um 5 km fram í Fögruhlíð einstaka náttúruperlu með birkiskógi í 350-500 m.y.s. þar sem hæstu trén eru um 7 m á hæð. Gömul „kaupstaðar“- og gönguleið liggur um Nýjabæjarfjall að Villingadal í Eyjafirði.
Um Varmahlíð veg 752 og 758 að Ábæ eru um 50 km. Ath. Ekki er fært fyrir litla/lága fólksbíla frá Monikubrú að Ábæ.
Meðeigendur FFS eru upprekstrarfélag Akrahrepps og landeigendur og eigendur að hestaaðstöðu.
16 manns í kojum 20 á svefnlofti – Gönguskáli – Vatn í læk/krana 50 m frá skála. Raflýsing! Hesthús og hestahólf 80 m frá skála
GPS hnit: 65°15,330´N 18°43,910´W.
Heimild: Vefur FFS.