Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mosfellskirkja

Mosfellskirkja í Mosfellsdal er í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var vígð 4. apríl 1965   af biskupi. Hún er gerð eftir teikningu Ragnars Emilssonar að undangenginni samkeppni. Kirkjan er byggð úr steinsteypu, sperrur eru úr járni en þak klætt eiri svo og kirkjuturninn sem stendur á þrem súlum upp af austurhorni kirkjunnar. Yfirsmiður var Sigurbjörn Ágústsson, húsasmíðameistari í Hafnarfirði, uppsetningu á sperrum og þakgrind annaðist Leifur Loftsson, Mosfellssveit. Allir fletir kirkjunnar eru þríhyrningslaga. Í kirkjunni eru sæti fyrir 108 manns. Gömul og fræg klukka er í kirkjunni, talin vera frá 15. eða 16. öld; um hana er lítið vitað. Klukkan er afar formfögur og hljómgóð.

Mosfellskirkja er sjálfseignarstofnun. Hún hefur tekjur af sölu heits vatns, sem Stefán Þorláksson lét henni eftir í erfðaskrá. Biskup Íslands, sýslumaður og staðarprestur mynda stjórn kirkjunnar. Brjóstmynd af Stefáni eftir Sigurjón Ólafsson, myndhöggvara, stendur fyrir framan kirkjuna. Kirkjugarðurinn umhverfis hana er forn. Hann var stækkaður, þegar núverandi kirkja var byggð. Ofan við hann er minnisvarði um séra Magnús Grímsson (1825-60), sem var maður fjölhæfur, skáld og leikritahöfundur. Hann lét til sín taka í fornleifa- og náttúrufræði. Hann aðstoðaði Jón Árnason við söfnun til og útgáfu fyrsta þjóðsagnasafns, sem kom út á íslenzku (Íslenzk ævintýri 1852) og þýddi margar bækur. Hann smíðaði m.a. sláttuvél, róðrarvél og vatnsvél.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…
Mosfellsbær
Ferðavísir: Borgarnes 71 km, Þingvellir 42 km, <Mosfellsbær> Selfoss 57 km, Keflavík 55 km, Grindavík 57 km. Nesvallaleið um Hólmsheiði að Nes…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )