Staðarkirkja er í Reykhólaprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Staður var stórbýli og kirkjustaður á á í Reykhólahreppi við Breiðafjörð.
Sóknarkirkjan þar var lögð af 1957 en kirkjan stendur enn og er í umsjá Þjóðminjasafnsins. Hún var byggð 1864.
Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Ólafi helga Noregskonung. Prestar sátu Stað til 1948 en þá var prestssetrið flutt að Reykhólum, þar sem var áður útkirkja frá Stað.