Fuglalíf á norðan- og austanverðri Melrakkasléttu er fjölbreytt, m.a. vegna hinna mörgu vatna og lóna. Á Langanesi er mikið um bjargfugl. Niðri á Héraðssöndum, við ósa Jökulsár á Dal og Lagarfljóts er lítið skúmavarp og mikið um kjóa. Upp með Lagarfljóti verpur grágæs og í Hallormsstaðarskógi eru sömu tegundir og í öðrum skóglendum landsins. Bæði í Skrúð og Papey er gífurlegur fjöldi sjófugla. Nokkuð er um súlu í Skrúð. Við Hamars- og Álftafjörð og Lón eru kjörsvæði vaðfugla.
Vissir þú að lundinn sest up á sama tíma 15 mai, þegar krían kemur til landsins og að krían fer á sama tíma 15 Ágúst, þegar lundinn yfirgefur varpstöðvar sínar á Íslandi !!