Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Byggðasafnið í Görðum

akrafell

Byggðasafnið í Görðum er (var) sjálfseignarstofnun. Starfssvæði safnsins er Akraneskaupstaður og byggðarlögin sunnan Skarðsheiðar. Þessir aðilar leggja því til tekjur auk ríkissjóðs. Aðalhvatamaður að stofnun safnsins var séra Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur á Akranesi 1946-1975. Árið 1955 hóf hann söfnun muna á akranesi og í nærliggjandi byggðarlögum. Snemma árs 1959 eignaðist byggðasafnið gamla Garðahúsið og þar var munum þess komið fyrir og það formlega opnað 13. des. 1959. Brátt varð ljóst, að Garðahúsið hýsti ekki til lengdar allar eigur safnsins og að reisa þyrfti nýtt safnhús. Garðahúsið, sem var notað sem byggðasafn er nú sýningahús á vegum safnsins.

Framkvæmdir hófust haustið 1968 og fyrsti áfangi fyrirhugaðrar safnhúsbyggingar tekinn í notkun sumarið 1974. Arkitektar voru Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall. Verksvið safnsins er alhliða söfnun og varðveizla þjóðlegra menningarverðmæta, sem snerta byggðarsögu svæðisins. Byggðasafnið geymir heilstætt safn muna, sem tilheyrðu fyrri tíðar búskaparháttum og atvinnutækni til lands og sjávar á Akranesi og í nágrannabyggðarlögunum. Meðal deilda safnsins má nefna: Sjóminja- og tæknideild, baðstofu, hlóðaeldhús, smiðju, smíðastofu og skólastofu.

Sérstæðir hlutir í eigu safnsins eru m.a.: Ford T vörubifreið, árg. 1921, róðrarbátur, smíðaður 1874, skipslíkön, lækningaáhöld héraðslækna o.fl. Í tengslum við safnið er varðveittur Kútter Sigurfari, sem fyrir atbeina kínvanisklúbbsins Þyrils og fleiri aðila var gerður upp og færður í upprunalegt horf. Sigurfari var smíðaður í Englandi 1885 og gerðu út frá Hull til 1897. Þá var hann keyptur til Íslands og gerður út á handfæri frá Reykjavík til 1920. Þá keyptu útgerðarmenn í Klaksvík í Færeyjum hann og notuðu til ársins 1974. Fleiri bátar af ýmsum stærðum og gerðum standa við safnið.

Í lok júní 2001 var opnað nýtt safnahús, sem hýsir sýningar um steinaríki Íslands, um gerð Hvalfjarðarganga, frá Landmælingum Íslands og um íþróttasögu landsins. Þar er einnig veitingaaðstaða.

Opnurtími Byggðasafnið í Görðum:
Sumar 2023-2024
15.maí. – 14.sept.
Opið alla daga kl 11-17
Vetur
15.sept. – 14.maí.
Opið laugardaga kl 13-17

Myndasafn

Í grennd

Akranes
Akranes fékk kaupstaðarréttindi árið 1942. Bærinn á samnefndu nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvoga. Í Landnámu segir, að Írar hafi numið þar land og …
Hvalfjörður
Hinn fagri Hvalfjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km   langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúpur. Mesta d…
Vesturland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðar…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )