Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Víkingaskipið Íslendingur

Víkingaskipið Íslendingur er nákvæm eftirlíking Gaukstaðaskipsins, sem fannst og var grafið upp árið  1882 við Gauksstaði í Sandefjord. Skipið hafði varðveitzt mjög vel í jörðu en vísindamenn komust að því, að það hafi verið smíðað árið 870, fjórum árum áður en Ingólfur Arnarson settist að á Íslandi.

Á Víkingatímanum var áhöfn svona skips 70 manns, 64 bardagamenn og ræðarar og 6 yfirmenn. 32 réru á meðan 32 hvíldu. Í miðju skipsins var sandgryfja með opnum eldi, þar sem hægt var að matreiða í lengri ferðum. Algengt var, að búfé á fæti væri með í ferðum. Íslendingur er mjög verðugur arftaki víkingaskipanna, sem sigldu um Atlandshafið fyrir teinöld.

Íslendingur er hraðskreitt og öruggt úthafsskip. Skipið var byggt árið 1996. Það er 22,5 metra langt og 5,3 metra breitt, djúprista er 1.7 metrar og það vegur 80 tonn. Meðalhraði er 7 sjómílur, hámarkshraði 18 sjómílur. Fjöldi í áhöfn nú er 9 manns, en var 70 til forna. Skipið er byggt úr eik og furu og í það fóru 18 tonn af timbri og 5000 naglar.

Hönnun stefnis Gaukstaðaskipsins er mjög hátæknileg. Hæð þess nýttist á tvennan hátt, bæði fyrir drekahöfuð, sem þurfti að sjást víða að, og sem vörn skipsins gegn háum öldum á siglingu. Þess má geta að þríhyrningarnir í efsta borði Gaukstaðaskipsins voru málaðir gulir og bláir til skiptis. Útskurðurinn á jöðrum borðanna var eingöngu til skrauts.

Tveir áhafnarmeðlimir notuðu hverja róðrarkistu. Þar geymdu þeir persónulega muni og hún var einnig notuð sem sæti við róður, hvort sem hún stóð langsum eða þversum. Kisturnar, sem fundust í Gaukstaðaskipinu voru slitnar af núningi. Þrjátíu og tveir bardagaskildir fundust á hvorri hlið Gaukstaðaskipsinsþ Þeir voru hnýttir á skipið og notaðir sem vörn skipverja í bardögum á sjó og landi.

Skipstjórinn og skipið hans
Einni teinöld eftir gullöld víkinga fékk ungur Íslendingur, Gunnar Marel Eggertsson, áhuga á að smíða sjálfur víkingaskip. Hann var fæddur í skipasmíðafjölskyldu í Vestmannaeyjum. Afi hans stofnaði skipasmíðastöð og seinna tók faðir hans við rekstrinum. Hinn ungi Gunnar Marel lærði skipasmíði undir leiðsögn afa og pabba og varð fulllærður skipasmiður einungis 25 ára að aldri.

Gunnar Marel er ekki einungis skipasmiður. Hann er sjómaður með stýrimannspróf og var aðeins 14 ára, þegar hann byrjaði sjósókn frá heimabæ sínum. Sjórinn hefur verið heimili og vinnustaður Gunnars Marels alla ævi. Árið 1990 urðu minniháttar meiðsli til þess, að hann fór í fyrstu sjóferð yfir Atlantshafið á víkingaskipi. Hann handleggsbraut sig og var landfastur í fjóra mánuði. Þá frétti hann af norskri áætlun um siglingu víkingaskipsins Gaia frá Noregi til Washington DC. Hann hafði samband við Gaia hópinn og var samþykktur sem næstráðandi. Hann sigli svo með Gaia frá 17. maí til 9. október 1991.

Árið 1994 ákvað Gunnar Marel að byggja sitt eigið víkingaskip. Hann byrjaði í september á því ári og lauk við það í maí 1996. Gunnar byggði skipið meira og minna á eigin spýtur en naut þó hjálpar frá skipasmíðavini sínum Þórði Haraldssyni. Íslendingur er nákvæm eftirlíking af Gaukstaðaskipinu. Viðurinn fura og eik var vandlega valinn í Noregi og Svíþjóð og seglið var framleitt í Danmörku. Undir lok smíðinnar naut Gunnar Marel sérkunnáttu Jon Godal í Noregi, sem er heimsþekktur fyrir þekkingu sína á víkingaskipum.

Upphaflega var Íslendingur notaður til að fræða íslensk skólabörn um víkingatímann. Árið 1998 hafði Gunnar Marel hugmyndir um að sigla skipinu til Bandaríkjanna árið 2000 til minningar um sjóferð Leifs Eiríkssonar einni teinöld áður. Hann stofnaði svo fyrirtæki til að hrinda sjóferðinni af stokkunum og hún hófst 17. júní í Reykjavík á Íslandi.

Ferð Íslendings
Árið 1998 stofnaði Gunnar Marel Íslending hf, fyrirtæki um förina þvert yfir Atlandshafið til minningar ferðar Leifs Eiríkssonar til nýja heimsins. Leifur Eiríksson teinaldarnefndin styrkti ferðina. Hún skipulagði nær 230 menningarviðburði á um það bil 70 stöðum í Bandaríkjunum og Kanada fyrir árið 2000, þar á meðal sinfóníu- og popptónleika, listsýningar, kvikmyndahátíðir og sögulegar sýningar. Þessi fjölbreytta dagskrá var hönnuð til að kveikja áhuga á íslenskri menningu og sögu og til að styrkja tengsl Bandaríkjamanna við íslenzkan uppruna. Á ferð sinni vestur yfir Atlantshaf kom Íslendingur við í mörgum höfnum í Grænlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Skemmtikraftar nutu styrkja frá teinaldarnefndinni til að stjórna móttökum á hverjum stað. Sérstakt hátíðarhaldafyrirtæki Nýfundnalands og Labrador sá um stórhátíðarhöld 28. júlí, þegar Íslendingur kom í L’Anse aux Meadows, eina ósvikna víkingastaðarins í Norður-Ameríku.

Víkingaheimar
Naust Íslendings á Fitjum hýsir einnig minjar, sem Smithsonian-safnið gaf Íslendingi ehf.

Víkingaheimar:

Víkingaheimar
Fitjum
260 Reykjanesbaer
Ytri-Njardvik

Heimild: Íslendingur í fortíð og nútíð. Texti: Gunnar Marel Eggertsson. Útgefandi: Íslendingur ehf. [2005]

Nánar má lesa um ferð Íslendings á sérstöku vefsetri um ferðina.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )