Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Viðvíkurkirkja

Viðvíkurkirkja er í Hólaprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Viðvík er bær og kirkjustaður í  . Þar voru katólskar kirkjur helgaðar heilögum Ambrósíó biskupi. Rípurprestar þjónuðu kirkjunni til 1829, þegar hún varð útkirkja frá Hólum. Prestssetur var þar frá 1854 til 1940, þegar það var flutt að Vatnsleysu og síðar til Hóla 1952. Útkirkjur voru Hóladómkirkja, Horsstaðakirkja í Viðvíkursveit og Rípurkirkja í Hegranesi frá 1904.

Timburkirkjan á hlöðnum grunni, sem nú stendur í Viðvík, var byggð 1886 en lengd 1893 og turni bætt við. Altaristaflan yfir dyrum er þýzk frá 1722, máluð á tré og sýnir kvöldmáltíðina. Hin taflan er eftir séra Magnús Jónsson, prófessor frá 1938 og sýnir uppstigninguna. Sveinn Ólafsson, myndskeri, skar skírnarsáinn út. Jón Espólín, sýslumaður, gaf kirkjunni góðan kaleik með ártalinu 1822. Meðal bóka kirkjunnar er gott eintak af Steinsbiblíu.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )