Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Víðirhólskirkja

Víðirhólskirkja er í Skútustaðaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Víðirhóll er eyðibýli og kirkjustaður á   Hólsfjöllum. Þar var fyrst byggt 1836. Fjallasókn varð til 1859 og torfkirkja reist á Víðirhóli og vígð 1864. Þá voru liðlega 100 manns í sókninni.

Kirkjan var útkirkja frá Skinnastað til 1880, þegar hún og Mörðudalssókn voru gerð að sérstöku prestakalli, Fjallaþingum. Það var lagt niður 1907 en Víðirhóll var prestssetur til 1883. Víðirhóll varð útkirkja frá Skinnastað 1907-1966. Steinsteypta, turnlausa kirkjan, sem nú stendur á Víðirhóli, var byggð og vígð 1926. Víðirhóll fór í eyði 1964.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )