Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vídidalstungukirkja

Kirkjan er í Breiðabólstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Víðidalstunga er bær og kirkjustaður í   Víðidal, nyrzt í tungunni milli Víðidalsár og Fitjár. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Jóhannesi skírara. Þar sat prestur fyrrum og útkirkjur voru á Ásgeirsá og Auðunarstöðum.

Timburkirkjan, sem nú stendur, er allstór með sæti fyrir 100 manns og var byggð 1889. Það var gert rækilega við hana 1960-1961. Ásgrímur Jónsson, listmálari, málaði altaristöfluna með fjallræðunni 1916. forn kaleikur og patina frá Víðidalstungu eru varðveitt í Þjóðminjasafni. Flateyjarbók var rituð í Víðidalstungu um 1400.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )