Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd er 15 km langt og mjótt byggðarlag með ströndinni milli Hvassahrauns og   Kvíguvogastapa. Líkast til er nafnið dregið af danska orðinu „vandløse”, sem þýðir lauslega lindasvæði, en mikið ferskvatn kemur upp meðfram ströndinni úr beljandi móðum undir hrauninu, þótt ekkert slíkt sé að hafa inn til landsins. Gróðureyðing hefur orðið mikil á Strandaheiði, þar sem var fyrrum selstaða og gott beitiland á hinu 9000 ára Þráinsskjaldarhrauni.

Fólk bjó aðallega í hverfum eða á stökum bæjum við beztu lendingarnar á meðan gert var út á opnum tveggja manna förum og síðar á sex- og áttæringum allt fram til 1907, þegar fyrsti vélbáturinn kom til sögunnar. Fiskur hvarf smám saman af grunnslóð vegna veiða brezkra togara og sjómennirnir urðu að sækja aflann lengra og lengra frá landi.

Útgerðin var mest á 19. öld og margt vermanna kom frá fjarlægum landshlutum á vertíð. Þurrabúðarfólk tók sér þar búfestu í stórum stíl en það hvarf til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, þegar aflabrögð urðu lélegri. Útgerðin rétti úr kútnum, þegar vélbátarnir komu til sögunnar og þá voru til trillur á hverjum bæ. Stórir vélbátar, 25 – 40 lestir, komu til sögunnar árið 1940. Það var ekki hægt að lenda þeim eins og minni bátunum, þannig að höfn var gerð í Vogum fyrir þá. Árið 1932 eru talin 52 býli á Ströndinni en langflest þeirra eru komin í eyði og flestir íbúanna búa nú í Vogum.

Á Minni-Vatnsleysu er rekið eitthvert stærsta svínabú landsins. Fjárbúskapur hefur ekki verið stundaður lengi á Ströndinni.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )