Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vatnshlíðarvatn

Veiði á Íslandi

Vatnshlíðarvatn er sunnan vestasta bæjarins í Vatnsskarði í Austur-Húnavatnssýslu. Vatnshlíðarjörðin tilheyrði forðum Glaumbæ í Skagafirði og var silungsveiði í vatninu talin til hlunninda. Talsvert er af silungi í vatninu og þar hafa orðið slys, bæði í vatninu og afrennsli þess, sem rennur til Valadalsár.

Árið 1759 tók bæinn af í gríðarlegu flóði, sem kom niður klettagil í Vatnshlíðarfjalli. Vinnukona og barn voru grafin upp lifandi daginn eftir. Systir húsfreyjunnar komst upp á bita og gat krafsað sig út um glugga og sótt hjálp frá næstu bæjum. Húsfreyjan fannst lifandi, liggjandi fram á barnsruggu. Hún dó strax á eftir en barnið lifði. Bóndinn fannst dauður í göngunum og löngu síðar fannst vinnukona með lífsmarki.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )