Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Útskálakirkja

Útskálakirkja er í Útskálaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún er úr timbri og var reist árið 1861-63  utskalakirkja frumkvæði sóknarprestsins, síra Sigurðar B. Sívertsens (1808-1887). Hönnuður var Einar Jónsson frá Brúarhrauni. Árið 1895 var hún lengd til austurs og forkirkja reist. Hönnuður þessara breytinga var Jóhannes Böðvarsson frá Útskálum.

Kirkjan er byggð úr timbri og járnvarin. 1975 var forkirkja stækkuð og komið þar fyrir snyrtiherbergjum, geymslu og skrúðhúsi. Að innan er kirkjan máluð og skreytt af Áka Gränz, málarameistara, hann skýrði jafnframt upp gamla skrautmálningu sem nær var horfin. Prédikunarstóll kirkjunnar var keyptur úr Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1886. Altaristaflan sýnir boðun Maríu, stór mynd, gefin kirkjunni árið 1878.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )