Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Útselur

Útselur er nokkuð stærri end landselur, allt að 3 m að lengd og 3-400 kg. Hann er gildastur um bógana  flatvaxinn. Hann hefur stórt og frammjótt höfuð og liturinn er breytilegur eftir aldri og kyni. Algengasti liturinn er grár, dökkir dílar á baki og hliðum og einlitur kviður, höfuð og hreifar. Hann heldur sig við nyrztu strendur Norður-Atlatnshafs og fer sjaldan norður í Íshaf. Hann heldur sig aðallega við suður- og vesturströnd landsins og finnst frá Eystrahorni og Hvalbak og allt norður á Skaga. Hann er mest áberandi á skerjum og útkjálkum fyrir opnu hafi og á fáförnum stöðum á söndum suðurstrandarinnar. Mest er af honum í Breiðafirði, í Hvalseyjum við Mýrar , við Vestfirði, Strandir og Skaga.

Útselurinn virðist vera fjölkvænisdýr utan Íslands. Samkvæmt erlendum rannsóknum safnast einungis kynþroska dýr saman í látrum, sem brimlarnir verja með kjafti og klóm. Brimlar, sem hafa ekki helgað sér látur, halda sig í fjarlægð. Kæpingin hefst á haustin og nær yfir tímabilið frá oktober til febrúar. Venjulega fæðir hver urta aðeins einn kóp og mökun hefst að loknu uppeldi kópanna, sem fá móðurmjólkina á 6 klst. fresti. Brimlarnir eru ekki síður vakandi yfir urtubúum sínum á mökunartímanum og verja þær og látrin með sama krafti. Hver brimill gagnast allt að 20 urtum. Fæðingarfeldur kópanna þolir ekki bleytu, þannig að þeir halda sig á þurru landi þar til háraskipti hafa orðið. Þroskatöf fósturs útselsins er 102 dagar. Selirnir léttast talsvert um kæpingar- og mökunartímann vegna þess að þeir nærast ekki á meðan. Háraskipti fullorðinna sela verða 2-3 mánuðum eftir mökunartímann og urturnar fella hár á undan brimlunum.

Myndasafn

Í grennd

Villt spendýr
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )