Urðarvötn eru bitbein Eyfirðinga og Skagfirðinga. Þau eru 2,3 km², fremur grunn og í 800 m hæð yfir . Vatnahjallavegur, hluti hins forna Eyfirðingavegar, er skammt austan vatnanna. Fært er til vatnanna á jeppum. Sunnan vatnanna er varða, sem heitir „Drottning” og önnur vestan Kerlingarhnjúks, „Kerling”. Þær eru báðar stórar og fornar.
Vegalengdin frá Reykjavík um Kjöl er u.þ.b. 260 km (jeppafært).