Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tungufellskirkja

Tungufellskirkja er í Hrunaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð úr timbri árið 1856 og tekur     aðeins 35 manns í sæti. Í sókninni eru bara fjórir bæir.

Í kirkjunni eru tvær fornlegar klukkur og lítill silfurkaleikur með patínu. Í Þjóðminjasafni er varðveittur mikill kjörgripur úr kirkjunni, smeltur kross frá 13. öld.. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Andrési postula. Þá voru þær útkirkjur frá Reykjadalsprestakalli en frá Hruna síðan 1819, þegar Reykjadalsbrauð var sameinað Hrunaprestakalli.

Kirkjan hefur verið í eigu og umsjá Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1987. Árið 1991 hófust viðgerðir á vegum safnsins en framkvæmdir hafa legið niðri um nokkurt skeið.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )