Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Trölladyngja

Trölladyngja er móbergsfjall í Reykjanesfjallgarði, norður af Núpshlíðar- eða Vesturhálsi. Milli  Núpshlíðarháls og Trölladyngju er Grænadyngja og skilja Sog þar á milli en það eru grafningar miklir. Á Trölladyngju eru tveir móbergshnjúkar (393 og 375 m.y.s.). Í dyngjunni eru miklar eldstöðvar, bæði að sunnan- og norðanverðu. Hraun hafa runnið þaðan bæði í norður og suður, meðal annars Afstapahraun. Þar er og mikill jarðhiti á ýmsum stöðum.

 

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )