Tjarnarkirkja er í Breiðabólstaðarprestakalli í Húavatnsprófastsdæmi. Tjörn er bær, kirkjustaður og prestssetur utarlega á vestanverðu Vatnsnesi. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Maríu guðsmóður. Fyrrum þjónuðu Tjarnarprestar þjónuðu hálfkirkju á Illugastöðum og nokkrum bænhúsum í sókninni og um langan tíma var Kirkjuhvammssókn útsókn frá Tjörn, þar til hún var færð til Melstaðarprestakalls árið 1744.
Árið 1851 var Vesturhópssókn færð til Tjarnar en Tjarnarprestakall var lagt niður 1970 og sameinað Breiðabólstað. Kirkjan, sem stendur nú á Tjörn, er steinsteypt með turni og forkirkju og tekur 70-80 manns í sæti. Hún var byggð á árunum 1930-1940.
Á altaristöflunni er upprisa Krists eftir Þórarin B. Þorláksson en bróðir hans, séra Jón Stefán, var prestur á Tjörn í rúmlega 30 ár frá 1872. Meðal verðmætra bóka kirkjunnar er Nýatestamentið úr Þorláksbiblíu (1644), alheilt eintak.