Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjaldvatn

Veiðivotn

Tjaldvatn og umhverfi þess er mjög fagurt og þar er að finna eitt stærsta samfellda gróðursvæði við . Það er í 577 m hæð yfir sjó, 0,1 km², dýpst 9,7 m, 0,1 Gl, meðaldýpi 1,1 m, mesta lengd 0,4 km og mesta breidd 0,3 km. Tjarnarkot heitir sæluhús veiði- og leitarmanna, sem þar stendur. Þar eru líka rústir af tveimur eldri kofum, Suðurlandskofa og Hlíðarendakofa. Árið 1967 var byggt stórt sæluhús fyrir 80 manns. Það er sameign Ferðafélagsins Íslands og Veiðifélags Landmanna. Góðar uppsprettur eru rétt hjá og allar minjar frá fyrri tíð eru friðaðar. Kvíslin úr vatninu fellur niður aflíðandi og algróna brekku og í henni eru smáhólmar. Ofarlega í brekkunni, sunnan við kvíslina, er allstór steinn, sem líkist húsi eða skemmu. Hann er kallaður Dvergasteinn.

Neðan við hann er hvannstóð. Vestan við lækjarbotninn er hraunhóll, sem nefndur var Ampahóll eftir Arnbirni Guðbrandssyni frá Króktúni á Landi, sem flutti búferlum að Veiðivötnum árið 1880.
Sunnan í hólnum sjást leifar skýlis hans. Sunnan Tjaldvatns er Hádegisalda og austar er Miðmorgunsalda, sem er hærri. Þær eru báðar eyktarmörk frá Tjarnarkoti.

Útsýni er yfir allt vatnasvæðið innanvert af Miðmorgunsöldu. Aðeins er veitt í net í vatninu.

Myndasafn

Í grennd

Veiðivötn
Veiðivatnasvæðið: Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í stórkostlegum náttúruhamförum árið 1477, gaus á Veiðivatnasprungunni, …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )