Fjörðurinn er umlukinn háum tilkomumiklum fjöllum og er tilvalinn til gönguferða meðfram ströndinni og fjallgangna.
Norður frá botni Tálknafjarðar liggur þjóðbrautin áfram yfir fjallið Hálfdán til Bíldudals, fyrrum erfið leið en nú léttir góður vegur þá för. Áður en lagt er á Hálfdán er þó sjálfsagt að skoða sig vel um á norðurströnd Tálknafjarðar.
Tjaldsvæðið á Tálknafirði er staðsett miðsvæðis í þorpinu við hlið sundlaugarinnar.
Þjónusta í boði:
Leikvöllur
Þvottavél
Eldunaraðstaða
Sturta
Gönguleiðir
Veitingahús
Sundlaug
Salerni
Eldunaraðstaða
Rafmagn